Innlent

Nærri helmingur lýkur stúdentsprófi eftir tvítugt

MYND/Stefán

Nærri helmingur þeirra sem ljúka stúdentsprófi hér á landi er eldri en tvítugur þegar hann nær þeim áfanga. Á þetta er bent í vefriti mennatamálaráðuneytisins og vísað í tölur Hagstofunnar.

Fram kemur í vefritinu að á bilinu 45-48 prósent nemenda sem útskrifuðust með stúdentspróf á árunum 2001-2005 hafi verið eldri en 20 ára og er meðlanámstími til stúdentsprófs hér á landi 4,9 ár. Bent er á að viðmiðunaldur íslensks stúdentsprófs sé 20 ár en í samanburðarlöndunum 18 eða 19 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×