Fótbolti

Henry segir Arsenal þurfa fleiri reynslubolta

Henry á blaðamannafundinum í Peking í  morgun.
Henry á blaðamannafundinum í Peking í morgun. MYND/AFP

Thierry Henry, sóknarmaður Arsenal, lýsti því yfir í fjölmiðlum í morgun að hann væri orðinn langþreyttur á því að enda í fjórða sæti. Hann neitaði að tala um orðróma sem tengja hann við Barcelona en virtist ekki vera jafn ánægður og hann hefur lýst yfir undanfarið.

„Síðan ég byrjaði að leika knattspyrnu hafa orðrómar ávallt umkringt mig og það á ekkert eftir að hætta." sagði Henry, sem skrifaði undir fjögurra ára samning við Arsenal í maí á síðasta ári, á fréttamannafundi í Peking í Kína í morgun.

„Eins og ég sagði í síðustu viku, er ég sem stendur leikmaður Arsenal. Það var erfitt að sjá hversu langt á eftir toppliðunum við enduðum. Efstu fjögur liðin hafa lengi verið þau sömu. Ég er reyndar orðinn frekar pirraður á því að verða síðastur í þeirra hópi." sagði Henry sem er á ferðalagi um Asíu fyrir Reebok.

Hann bar síðan saman liðið sem sigraði í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa leik árið 2004 og Arsenal liðið í dag. „Ég hef verið í liði sem tapaði ekki leik alla leiktíðina svo ég veit hvað þarf til þess að bera sigur úr býtum. Stundum þegar margir ungir og óreyndir leikmenn eru í liðinu er erfitt að ná sama anda og þar af leiðandi sömu úrslitum og þá. Á þeim tíma voru menn í liðinu sem höfðu spilað í tíu til 15 ár og unnið fjölmarga titla." sagði Henry. „Það hefur margt verið að gerast hjá félaginu að undanförnu og kannski þarf það að byrja upp á nýtt." sagði hann að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×