Lífið

París, lemdu einhvern

Óli Tynes skrifar
París Hilton.
París Hilton.

París Hilton er á leið í fangelsi, eins og öll heimsbyggðin veit. Stúlkan ku kvíða því nokkuð og hefur leitað ráða um hvernig hún á að hegða sér. Leikarinn Ice-T sem meðal annars leikur í Law & Order sjónvarpsþáttunum gaf henni einfalt ráð. Hann sagði henni að lemja einhvern um leið og hún kæmi innfyrir múranna. Eftir það yrði hún sett í svokallaða verndurnarvist og gæti dúllað við að lakka á sér neglurnar þartil henni verður sleppt.

París var dæmd í 45 daga fangelsi og þarf að líkindum að sitja helminginn af því af sér. Í fyrstu var haft orð á því að hún bæði Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóra að náða sig. Hún hefur nú snúið við blaðinu og segist ætla að taka út sína refsingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.