Lífið

Papparassar bauluðu á Pamelu

Óli Tynes skrifar
Pamela Anderson.
Pamela Anderson.

Ljósmyndarar á kvikmyndahátíðinni í Cannes bauluðu á Pamelu Anderson þegar hún mætti of seint í myndatöku hjá þeim og stoppaði aðeins í nokkrar mínútur. Anderson var mætt til þess að kynna nýjustu mynd sína "Blond and Blonder." Það mun vera gamanmynd sem kynnt er sem "Dumb and Dumber" hitta "Legally blond."

Áður en hún mætti hjá ljósmyndurunum hafði Anderson kvartað yfir ágangi þeirra. Þeir skipuðu stjörnunum fram og aftur og væru óþolandi ágengir. Leikkonan sem er orðin 39 ára gömul sagði að upphaflega hefði hún ekki ætlað að koma til Cannes.

Allt hennar líf snerist um synina tvo sem hún á með fyrrverandi eiginmanni sínum, rokkaranum Tommy Lee. Hún hefði þó að lokum slegið til, til þess að kynna mynd sína almennilega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.