Lífið

Geimfari ástarþríhyrnings hættir hjá Nasa

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
William Oefelein viðurkenndi að hafa átt í ástarsambandi við Lisu Nowak.
William Oefelein viðurkenndi að hafa átt í ástarsambandi við Lisu Nowak.

William Oefelein geimfari hefur verið fluttur til í starfi og hættir hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna. Hann var flæktur í ástarþríhyrning sem leiddi til uppgjörs á milli tveggja kvenna. Oefelein mun hefja störf hjá sjóhernum þar sem hann gegndi áður stöðu. Lisa Nowak geimfari og ein tveggja kvenna sem Oefelein átti í ástarsambandi við, bíður nú réttarhalds vegna ákæru um mannrán og líkamsárás.

Í febrúar síðastliðinn keyrði hún í gegnum fimm ríki Bandaríkjanna til að mæta ástkonu Oefeleins og keppinaut sínum. Hún dulbjó sig með því að setja á sig hárkollu. Þá setti hún einnig á sig bleyju til þess að þurfa ekki að fara á klósettið 1.600 km leiðina frá Texas til Flórida. Þegar hún var stöðvuð hafði hún undir höndum loftriffil, tréhamar og hníf. Nowak neitar að hafa ætlað að ræna Coleen Shipman flugstjóra í hernum sem var keppinautur hennar. Hún var rekin frá Nasa.

Oefelein viðurkenndi að hafa átt í ástarsambandi við Nowak, en sagði að það hefði endað áður en hann hóf samband við Shipman.

Nasa segir ástæður tilfærslunnar þá að verkefnið sem Oefelein var upphaflega verið ráðinn í hafi breyst, og hans sé ekki lengur þörf innan stofunarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.