Sicko vekur lukku á Cannes Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 21. maí 2007 16:50 Sicko, nýjustu mynd Michael's Moore var gríðarlega vel tekið þegar hún var frumsýnd á Cannes hátíðinni á Laugardag. Tvö þúsund áhorfendur klöppuðu myndinni lof í lófa og hafa gagnrýnendur ausið hrósi yfir þessa fyrstu mynd Moore, frá því hann gaf út Farenheit 9/11. Í myndinni ræðst Moore á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, sem honum finnst meingallað. Myndin verður ekki frumsýnd í Bandaríkjunum fyrr en í júní, en hefur nú þegar vakið úlfúð heimafyrir. Repúblíkanar gagnrýna myndina fyrir atriði þar sem Moore fylgir hópi veikra manna sem unnu sem björgunarmenn í World Trade Center til Kúbu til að leita sér lækningar. Kúbuferðin varð þess valdandi að fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hóf rannsókn á því hvort hann hafi brotið gegn viðskipta- og ferðabanni Bandaríkjanna gagnvart Kúbu, sem gerir flestum Bandaríkjamönnum ókleift að ferðast til landsins. Þó einhverjir hafi haldið því fram að rannsóknin sé bara ókeypis auglýsing fyrir myndina, er Moore ekki sammála því. ,,Það er verið að rannsaka mig persónulega, og ég er sjálfur ábyrgur fyrir mögulegum sektum eða fangelsisvist, svo mér er ekki hlátur í hug." sagði Moore. Leikstjórinn geymir, að ráði lögfræðinga sinna, frumrit myndarinnar utan Bandaríkjanna, skildi þarlendum stjórnvöldum detta í hug að leggja hald á hana. Sicko hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og hélt Stephen Schaefer, hjá Boston Herald því fram að myndin myndi slá aðsóknarmet Farenheit 9/11 sem rakaði inn 122 milljónum dala í aðgangseyri í Bandaríkjunum. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Sicko, nýjustu mynd Michael's Moore var gríðarlega vel tekið þegar hún var frumsýnd á Cannes hátíðinni á Laugardag. Tvö þúsund áhorfendur klöppuðu myndinni lof í lófa og hafa gagnrýnendur ausið hrósi yfir þessa fyrstu mynd Moore, frá því hann gaf út Farenheit 9/11. Í myndinni ræðst Moore á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, sem honum finnst meingallað. Myndin verður ekki frumsýnd í Bandaríkjunum fyrr en í júní, en hefur nú þegar vakið úlfúð heimafyrir. Repúblíkanar gagnrýna myndina fyrir atriði þar sem Moore fylgir hópi veikra manna sem unnu sem björgunarmenn í World Trade Center til Kúbu til að leita sér lækningar. Kúbuferðin varð þess valdandi að fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hóf rannsókn á því hvort hann hafi brotið gegn viðskipta- og ferðabanni Bandaríkjanna gagnvart Kúbu, sem gerir flestum Bandaríkjamönnum ókleift að ferðast til landsins. Þó einhverjir hafi haldið því fram að rannsóknin sé bara ókeypis auglýsing fyrir myndina, er Moore ekki sammála því. ,,Það er verið að rannsaka mig persónulega, og ég er sjálfur ábyrgur fyrir mögulegum sektum eða fangelsisvist, svo mér er ekki hlátur í hug." sagði Moore. Leikstjórinn geymir, að ráði lögfræðinga sinna, frumrit myndarinnar utan Bandaríkjanna, skildi þarlendum stjórnvöldum detta í hug að leggja hald á hana. Sicko hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og hélt Stephen Schaefer, hjá Boston Herald því fram að myndin myndi slá aðsóknarmet Farenheit 9/11 sem rakaði inn 122 milljónum dala í aðgangseyri í Bandaríkjunum.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira