Lífið

Íslensk tíska komin á kortið hjá New York Times

Sigríður Elva Vilhjálsmdóttir skrifar
New York Times hefur birt tískukort yfir Reykjavík. Blaðið segir að þó Reykjavík hafi lengi verið í fremstu röð í listum og tónlist hafi borgið verið lítið þekkt í tískuheiminum. Þetta sé þó óðum að breytast fyrir tilstilli líflegrar unglingamenningar og fatahönnunardeild listaháskólans.

Greinarhöfundur segir að með tilkomu búða sem blanda saman hönnun, list og fatnaði hafi ferðamenn loks eitthvað að gera að degi til í borg sem ekki lifnar við fyrr en á nóttunni, og minnist hann í þessu samhengi á búðir eins og Liborious/Dead, Kronkron og Nakta apann.

Kortið má skoða heimasíðu New York Times






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.