Lífið

Trúður fyrir þunglynda apa

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Þessi órangútan er ekki hress.
Þessi órangútan er ekki hress.
Lífsleiðir simpansar, górillur, bavíanar og órangútanar í njóta nú liðsinnis trúðs til að halda uppi stuði.

Þýskur dýragarður réð skemmtikraftinn Christinu Peter til að skemmta dýrunum eftir að í ljós kom að aparnir voru oftar veikir og árásargjarnir ef að þeim leiddist.

Christina skemmtir dýrunum með leikjum og þrautum, sem hún býr til úr pappakössum, plastpokum og viðardrumbum.

,,Þegar ég var lítil fannst mér aparnir í dýragarðinum oft líta út fyrir að vera leiðir og ég varð sorgmædd að sjá þá. Nú líður mér vel því ég hjálpa til við að gera líf þeirra eins þægilegt og hægt er." sagði Christina.

Dýrasálfræðingurinn Jennifer Ringleb segir: ,,Í náttúrunni eyða dýr öllum sýnum tíma í að leita að mat, en í dýragarðinum hafa þeir ekkert að gera.Þeim leiðist og geta jafnvel orðið árásargjarnir eða veikir. Dýr sem hafa eitthvað að gera eru hamingjusamari og í meira jafnvægi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.