Lífið

Hasselhof ítrekað lagður inn vegna áfengiseitrunar

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Hasselhof í góðum gír
Hasselhof í góðum gír Getty
Fyrrverandi eiginkona Baywatch-stjörnunnar Davids Hasselhof heldur því fram að hann hafi verið lagður inn á sjúkrahús þrettán sinnum vegna áfengiseitrunar.

,,Hann hefur farið undir dulnefni á bráðamóttökuna á Cedars-Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles að minnsta kosti tólf eða þrettán sinnum vegna áfengiseitrunar." sagði Pamela Bach við Us Weekly tímaritið. Hún segir hann einnig hafa farið í þrjár meðferðir á árunum 2001 til 2004.

Lögfræðingur Hasselhoff neitar ásökununum.

Yfirlýsingar eiginkonunnar fyrrverandi koma í kjölfar myndbands sem birtist fyrr í mánuðinum af stjörnunni. Þar sést hann ofurölvi að berjast við það að koma niður hamborgara, á meðan hann hreytir ónotum í dóttur sína.

Hasselhof og Bach voru gift í sextán ár áður en upp úr slitnaði í fyrrasumar. ,,Hann var besti vinur minn og stóra ástin í lífi mínu. En með tímanum gróf áfengissýki hans undan hjónabandinu." ,,Börnin elska föður sinn út af lífinu. Þau vilja bara að honum batni" sagði Bach við tímaritið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.