Lífið

Olsen-systur í næstu Bond-mynd

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Tilvonandi Bond-stúlkur?
Tilvonandi Bond-stúlkur? Getty
Olsen-systurnar munu mögulega verða fyrstu tvíburarnir til að leika Bond-stúlkur.

Barnastjörnurnar fyrrverandi eru í viðræðum við framleiðendur Bond myndanna um að taka að sér hlutverk Bond-stúlkna á móti Daniel Craig í næstu mynd um spæjarann sjarmerandi.

Þær munu líklega leika ,,góðu" stúlkurnar, og að sögn dagblaðsins The Sun er klausa í samningum þeirra sem kveður á um að þær þurfi hvorki að fækka fötum né leika í kynlífssenum.

Goran Visnjic, læknirinn myndarlegi úr Bráðavaktinni mun leika illmennið í myndinni, sem hefur vinnuheitið Bond 22 og er áætlað að fari í framleiðslu á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.