Lífið

Blóðug málverk Pete Doherty

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

Rokkarinn Pete Doherty, sem þekktur er fyrir flest annað en að feta hefðbundnar slóðir haslar sér nú völl sem listmálari. Verk hans eru máluð úr blóði og sýna hversdagslega muni eins og sprautur og teskeiðar.

,,Að mála með blóði er táknrænt fyrir þá ástríðu sem Pete gerir allt með." sagði Michael Chambati-Woodhead, stjórnandi Bankrobber gallerísins í Notting Hill hverfi Lundúna, þar sem verkin eru sýnd.

Doherty sem er kærasti ofurfyrirsætunnar Kate Moss fer reglulega í eiturlyfjameðferðir og var í desember síðastliðnum sektaður um 770 pund fyrir vörslu heróíns og kókaíns.

Myndirnar fjórtán kosta allt að fimm og hálfri milljón, en fyrir þá efnaminni má næla sér í blýantsáritaðar eftirprentanir á rétt tæpar 30 þúsund krónur. Séu eftirprentanirnar áritaðar með blóði hækkar verðið þó upp í rúmar 200 þúsund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.