Lífið

Vaknaði með jeppa við hliðina á sér

Rúmenskur maður sem vaknaði við mikinn hávaða í svefnherberginu uppgötvaði að jeppi hafði lagt sig með honum.

Lögregla sagði að ökumaður stórs jeppa hefði misst stjórn á ökutæki sínu og síðan keyrt á fullu inn í svefnherbergi hins 33 ára Iulian Stans í Búkarest. Lögregla sagði jafnframt að Stan væri ómeiddur en í sjokki.

Talsmaður lögreglu sagði ennfremur að Stan hefði verið heppinn að sleppa lifandi. „Örfáar tommur skildu á milli lífs og dauða í tilviki Stans. Hann er í svo miklu sjokki að hann getur ekki einu sinni talað. Hann varð að skrifa yfirlýsingu sína á blað fyrir okkur þar sem röddin í honum einfaldlega virkaði ekki.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.