Lífið

Einstakt myndband með Mugison

Notendur Vísis geta nú séð hér einstakt myndband með Mugison þar sem hann tekur lag sitt Murr, Murr niður í fjöru. Mugison er næsti viðmælandi Jóns Ársæls í Sjálfstæðu fólki n.k sunnudag.

Mugison heitir fullu nafni Örn Elías Guðmundsson en flestir þekkja hann sem Mugison. Jón Ársæll brá sér vestur á firði og hitti þennan ástsæla og viðkunnalega tónlistarmann á heimaslóðum hans í Súðavík.

Þrátt fyrir stuttan feril þá hefur Mugison sungið sig rækilega inn í hjörtu landsmanna, með melódískum, frumlegum en umfram allt einlægum lögum sínum. Plötur hans hafa selst vel og fært honum Íslensku tónlistarverðlaunin, auk þess sem að hann er nú orðinn eitt eftirsóttasta kvikmyndatónskáld þjóðarinnar, eftir að hafa samið tónlist við kvikmyndir Baltasars Kormáks, A Little Trip To Heaven og Mýrina.

Mugison hefur allt frá upphafi ferils síns verið tíðrætt um hversu mikinn innblástur Vestfirðirnir veita honum, en plötur sínar hefur hann tekið upp við afar frumstæðar en einstaklega lífræn skilyrði þar fyrir vestan, m.a. í Súðavíkurkirkju.

Á síðustu árum hefur Mugison jafnframt lyft Grettistaki og komið Ísafirði rækilega á heimskort rokksins með því að setja á laggirnar og skipuleggja hina árlegu og mjög svo alþjóðlegu tónlistarhátíð Aldrei fór ég suður...






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.