Lífið

Enga svona menn takk!

Glæpon?
Glæpon?

Þrátt fyrir að Ástralía nútímans hafi fyrst verið byggð glæpamönnum eru þeir ekki á því að hleypa hvaða skúrk sem er inn í landið. Þannig var rapparanum Snoop Doggy Dogg neitað um landvistarleyfi í gær vegna myndarlegs glæpaferils. Rapparinn var á leið til Sidney að vera kynnir á MTV Australia Video Music Awards.

"Hann virðist ekki vera maður sem við viljum hafa hér" sagði Kevin Andrews ráðherra innflytjendamála um Snoop, sem fyrr í þessum mánuði var dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi og til að sinna átta hundrað klukkustundum af samfélagsþjónustu fyrir byssu- og fíkniefnamisferli.

MTV vinnur nú að því að fá ákvörðuninni breytt, en þeir hafa 28 tíma til að hreyfa við mótmælum.

Rapparinn hávaxni er annálaður vandræðagemsi. Fyrr á árinu var honum meinaður aðgangur að Englandi fyrir að hafa tekið þátt í hópslagsmálum á Heathrow í fyrra. Þá var hann einnig handtekinn í Svíþjóð í mars fyrir að hafa undir höndum kókaín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.