Lífið

Heather dottin úr danskeppninni

Heather Mills hefur lokið þátttöku sinni í Dansað með stjörnunum sem sýnt hefur verið Vestanhafs
Heather Mills hefur lokið þátttöku sinni í Dansað með stjörnunum sem sýnt hefur verið Vestanhafs MYND/Getty Images

Þátttöku Heather Mills í raunveruleikaþáttunum Dansað með stjörnunum er nú formlega lokið. Datt hún út í gær en bæði áhorfendur og dómarar voru furðu lostnir vegna niðurstöðunnar. Eina manneskjan sem ekki undraði sig á brottrekstrinum var Heather sjálf.

Þegar ljóst var að Heather hefði lokið keppni dró hún upp pappírsmiða sem hún hafði komið fyrir undir danskjólnum. Hóf hún síðan að lesa upp nöfn fólks sem hún vildi þakka. Þegar þáttastjórnandinn, Tom Bergeron, spurði Heather af hverju hún hefði verið svo vel undirbúin kvaðst hún hafa vitað að hún væri að fara heim í þessari viku. Hún hafi vitað það frá því að þeim var gefin einkunn fyrir dansinn kvöldið áður.

Fyrri umfjöllun Vísis um þátttöku Heather í Dansað með stjörnunum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.