Lífið

Naomi svarar ekki símtölum MTV

Fyrirsætan Naomi Campbell á góðgerðartónleikum UNICEF og Sarah Ferguson stofnunarinnar í New York í gærkvöldi en á tónleikunum kom hljómsveitin Pussycat Dolls fram og rapparinn Snoop Dog tók lagið.
Fyrirsætan Naomi Campbell á góðgerðartónleikum UNICEF og Sarah Ferguson stofnunarinnar í New York í gærkvöldi en á tónleikunum kom hljómsveitin Pussycat Dolls fram og rapparinn Snoop Dog tók lagið. MYND/Getty Images

Tónlistarsjónvarpsstöðin MTV hafði ráðgert að gera raunveruleikaþátt um ofurfyrirsætuna Naomi Campbell. Átti þáttaröðin að heita ,,The Minion" sem út mætti leggja á íslensku sem ,,Skósveinninn." Tökur á þáttunum áttu að hefjast síðustu helgi en ekkert varð úr þeim.

Fyrirsætan hefur nýlokið við að vinna í sorpbirgðastöð í London en hún var dæmd til samfélagsvinnu fyrir að hafa ráðist á aðstoðarkonu sína. Átti raunveruleikaþátturinn að fylgjast með leit Naomi að nýrri aðstoðarkonu en hætta þurfti við framleiðsluna þegar fyrirsætan hætti að svara símtölum MTV, í sömu viku og tökur áttu að hefjast. Höfðu framleiðendur þáttanna verið í stöðugu sambandi við Naomi sjálfa og umboðsmann hennar vegna þáttaraðarinnar fram að þeim tíma. Fulltrúi MTV segir þáttinn enn þó vera á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar en fjölmiðlafulltrúi fyrirsætunnar, Jeff Raymond, segir það ekki vera svo, það verði enginn þáttaröð um fyrirsætuna.

Ástæða þess að Naomi hætti að svara símtölum MTV er ókunn, en hún hefur verið þekkt fyrir að kasta farsímum sínum í aðstoðarstúlkur sínar. Það gæti þó ekki verið að hún hafi kastað síma sínum aftur í eina slíka?

Fyrri frétt Vísis um gerð raunveruleikaþáttaraðarinnar

Frétt Vísis um samfélagsvinnu fyrirsætunnar

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.