Lífið

Knútur fær keppinaut

Fíllinn ungi með móður sinni.
Fíllinn ungi með móður sinni. MYND/AFP
Mesta aðdráttaraflið í dýragarðinum í Hamborg um þessar er nýfæddur fílskálfur sem kom í heiminn í gær. Kálfurinn var 80 kíló að þyngd þegar hann fæddist og um einn meter á hæð. Hann þykir verðugur keppinautur ísbjarnarhúnsins Knúts sem hefst við í dýragarðinum í Berlín.

Fílskálfurinn, sem enn hefur ekki fengið nafn, fæddist tíu mínútur yfir sex að staðartíma í gærmorgun en það er von starfsmanna að hann muni reynast dýragarðinum í Hamborg jafn mikil tekjulind og Knútur hefur reynst dýragarðinum í Berlín.

Kálfurinn ungi hefur verið duglegur að nýta tímann frá því hann fæddist til að skoða sig um í dýragarðinum ásamt því að gefa frá sér hávær hljóð að hætti fíla.

Að sögn Thorsten Köhrman, starfsmanns Hagenbeck dýragarðsins í Hamborg, eru fílskálfar mun líklegri til að vekja athygli en ísbjarnahúnar. „Fílskálfur hefur meiri áhrif á fólk en ísbjarnarhúnn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.