Lífið

Hús Johnny Cash brennur til grunna

Húsið sem Johnny bjó í ásamt konu sinni allt til dauðadags er brunnið til grunna
Húsið sem Johnny bjó í ásamt konu sinni allt til dauðadags er brunnið til grunna MYND/AP

Heimili tónlistarmannsins Johnny Cash heitins í Tennessee í Bandaríkjunum brann til grunna á þriðjudag. Nýr eigandi þess, Barry Gibb úr Bee Gees, var að endurnýja húsið er bruninn varð. Ekki er ljóst hvað olli eldsvoðanum en samkvæmt fréttastofu AP slasaðist einn slökkviliðsmaður við að reyna að ná niðurlögum á eldinum.



Johnny Cash fyrir utan heimili sittMYND/AP
Johnny Cash og kona hans, June Carter Cash, bjuggu í húsinu frá árinu 1968 til dauðadags, en þau létust með nokkurra mánaða millibili árið 2003.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.