Lífið

Sheryl Crow vekur athygli á hlýnun loftlags

Sveitasöngkonan Sheryl Crow lætur til sín taka í umhverfismálum
Sveitasöngkonan Sheryl Crow lætur til sín taka í umhverfismálum MYND/Getty Images

Sveitasöngkonan Sheryl Crow lagði af stað í tónleikaferðalag í gær en með því ætlar hún að vekja athygli á hlýnun loftlags í heiminn. Sheryl er þar með komin í hóp annarra stórstjarna sem vakið hafa athygli á loftlagsbreytingum.

Sheryl mun koma fram í háskólum víðsvegar um Bandaríkin og ætlar að ræða við tónleikagesti um málefnið. ,,Ég er hér vegna þess að því meira sem ég fræðist um hlýnun loftlags jarðarinnar, því meira finnst mér ég þurfa að gera eitthvað í málinu," sagði Sheryl við blaðamenn eftir tónleika sína við Southern Methodist háskólann í Dallas í gær. Stendur ferðalagið yfir til 22. apríl, sem er dagur Jarðarinnar, en þá líkur tónleikaröðinni í Washington.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.