Lífið

Nicole Kidman í faðmi fjölskyldunnar um páskana

Keith og Nicole leiðast hönd í hönd
Keith og Nicole leiðast hönd í hönd MYND/Getty Images

Leikkonan Nicole Kidman og maður hennar, sveitasöngvarinn Keith Urban, eyddu helginni með fjölskyldu Nicole í Ástralíu. Byrjuðu þau páskahelgina á því að fara til kirkju í L.A. áður en þau flugu með einkaþotu til Sydney. Þar hitti parið í fyrsta sinn nýja systurdóttur Nicole, Sybellu, en systir Nicole, Antonia, eignaðist barnið barnið fyrir tveimur vikum en þetta er fjórða barn hennar. Nicole sjálf á tvö börn sem hún ættleiddi með fyrrum eiginmanni sínum, leikaranum Tom Cruse.

Nicole mun dvelja í Ástralíu í allt að átta mánuði þar sem hún verður við tökur á nýrri mynd Baz Luhrmanns, Australia, rómantískri ævintýramynd þar sem hún leikur á móti Hugh Jackman. Byrja tökur á morgun, þriðjudag, samkvæmt heimildum Daily Telegraph í Ástralíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.