Lífið

Lindsay forðast Paris eins og heitan eldinn

Lindsay Lohan, tískuhönnuðurinn Karl Lagerfeld og Paris Hilton pósa
Lindsay Lohan, tískuhönnuðurinn Karl Lagerfeld og Paris Hilton pósa MYND/Getty Images

Djammdrotningarnar miklu, Paris Hilton og Lindsay Lohan, eru bestu vinkonur einn daginn, en verstu óvinkonur þann næsta. Í augnablikinu talast stúlkurnar ekki við og sannaðist það um helgina. Tmz greinir frá þessu.

Lindsay var að tjútta á skemmtistaðnum Parc, sem er vinsæll meðal stjarnanna þessa dagana, þegar Paris kom á staðinn. Var Lindsay ekki lengi að koma sér út eftir að Paris mætti, hafði greinilega engan áhuga á að hitta hótelerfingjann.

Hafa stúlkurnar átt í illdeilum síðan Lindsay gerði sér dælt við Starvos Niarchos, fyrrverandi kærasta Parisar. Var hann þó ekki að skemmtistaðnum þetta umrædda kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.