Lífið

Britney í ,,dulargervi” á körfuboltaleik

Britney Spears sést hér hægra megin fyrir miðju á leik L.A. Lakers í gær. Er hún með derhúfu og stæðrarinnar sólgleraugu. Virðist hún skemmta sér konunglega.
Britney Spears sést hér hægra megin fyrir miðju á leik L.A. Lakers í gær. Er hún með derhúfu og stæðrarinnar sólgleraugu. Virðist hún skemmta sér konunglega. MYND/Getty Images

Poppprinsessan Britney Spears, sem hefur nýlokið meðferð, reyndi sem best hún gat að dylja sjálfa sig á körfuboltaleik L. A. Lakers í gær. Var hún íklædd stórum Kobe Bryant körfuboltabol, með ljósa hárkollu og stærðarinnar sólgleraugu. Poppprinsessan fullkomanaði síðan dulargervið með Lakers derhúfu á hausnum. Fréttasíðan Tmz greinir frá þessu.

Þrátt fyrir að takast ágætlega að dylja sjálfa sig tókst Britney ekki að fela sig fyrir vökulum augum áhorfenda þar sem gríðarstór lífvörður hennar kom upp um poppprinsessuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.