Lífið

Flex Music með hópferð til Bretlands

Strákarnir hjá Flex Music sitja ekki auðum höndum þegar kemur að því að skipuleggja skemmtanir fyrir skemmtanaglaða íslendinga. Þeir hafa hingað til einbeitt sé að því að halda flott klúbbakvöld hérlendis, en nú taka þeir stefnuna á hópferð til Bretlands með dansþyrsta íslendinga þann 27. júlí næstkomandi. Ætlunin er að fara á eina stærstu og flottustu danshátíð Evrópu sem ber nafnið Global Gathering.

Að sögn Kristins Bjarnasonar annars eigenda Flex Music munu stærstu plötusnúðar og tónlistarmenn heims í dans og klúbbageiranum koma fram á þessari hátíð. "Í fyrra voru um 65.000 manns og um 200 plötusnúðar. Á þessari hátíð sem verður núna 2007 koma fram tónlistarmenn á borð við Faithless, Basement Jaxx, Sasha, Steve Lawler, Armand Van Helden, John Digweed og Booka Shade ef fáir eru nefndir. Svo má ekki gleyma hinni al-íslensku danshljómsveit Steed Lord sem kemur sömuleiðis fram á Global Gathering. Það er hægt að nálgast allar upplýsingar um þessa ferð og þá sem koma fram á hátíðinni á vefsíðu Flex Music, Flex.is

Nánar um ferðina:

Uppákoma: Global Gathering í Bretlandi, 65.000 gestir og 200 plötusnúðar og listamenn

Hvenær út: Föstudagsmorguninn 27. júlí, kl: 7:45 á með Iceland Express.

Hvenær heim: Sunnudagskvöldið 29.júlí

Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig, geta haft samband á flex@flex.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.