Lífið

P. Diddy kærður fyrir líkamsárás

P. Diddy var flottur í tauinu í Óskarsverðlaunapartí Vanity Fair
P. Diddy var flottur í tauinu í Óskarsverðlaunapartí Vanity Fair MYND/Getty Images

Rapparinn Sean Combs, betur þekktur sem P. Diddy, hefur verið kærður fyrir líkamsárás. Það var óbreyttur borgari, Gerard Rechnitzer, sem lagði fram kæruna. Í henni kemur fram að P. Diddy hafi ráðist á Gerard og kýlt hann í andlitið fyrir utan skemmtistað í Hollywood 25. febrúar síðastliðinn.

Lögmaður P. Diddy segir ákæruna ekki byggða á neinu. Þetta sé dæmi um mann sem sé að reyna að hagnast á lygi. P. Diddy hafi ekki lamið neinn og Gerard sé ómeiddur.

P. Diddy er sagður hafa verið að tala við kæurstu Gerards þegar árásin á að hafa átt sér stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.