Erlent

Enn nóg pláss í fangelsum

Fangelsismálastjóri Kaupmannahafnar óttast ekki plássleysi í fangelsum, jafnvel þó svo að til frekari átaka komi á Norðurbrú. Hann segir að enn sé pláss fyrir fleiri. Af þeim rúmlega 600 sem samtals hafa verið handteknir undanfarna sólarhringa sitja 218 enn í gæsluvarðhaldi.

Lögregla er enn með mikinn viðbúnað og óttast að enn geti soðið upp úr á Norðurbrú, þó svo að rólegt hafi verið í gær og í dag. Eins og við höfum sagt frá hefur danska blaðið Politiken heimildir fyrir því að rífa eigi Ungdomshuset en eigendur þess, trúarsamtökin Faderhuset tilkynna ákvörðun sína um framtíð hússins í fyrramálið. Ef að líkum lætur og tilkynnt verður um að rífa eigi húsið er hætt við því að átökin magnist á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×