Söngkonan Kelis var handtekin á Miami í gærmorgun fyrir að kalla ókvæðisorðum að tveimur lögreglukonum. Voru lögreglukonurnar þó ekki í hefðbundnum lögreglubúning heldur voru þær í dulargervi, klæddar sem vændiskonur.
Kelis kallaði að þeim ókvæðisorð tengdum kynþætti þeirra og þurftu vinir hennar að halda aftur af henni svo hún réðist ekki til atlögu við lögreglukonurnar. Fólk sem varð vitni að atburðinum stoppaði til að fylgjast með og varð það til þess að umferðartafir mynduðust.
Var Kelis kærð fyrir rósutsama framkomu og að reyna að komast hjá handtöku. Talsmaður söngkonunnar hefur ekki tjáð sig um málið.