Sport

Manning til bjargar Colts

Manning hampar Super Bowl
Manning hampar Super Bowl MYND/AP

Leikstjórnandi Indianapolis Colts, Peyton Manning, hefur samþykkt breytingar á samningi sínum sem kemur til með að spara félaginu allt að 8 milljónir bandaríkjadollara.

Manning átti að fá nokkrar milljónir dollara, í formi bónusgreiðslna, á meðan deildin er í fríi en breytingarnar sem nú fara í gildi heimila Colts að greiða bónusinn á fjögurra ára tímabili, eða þangað til samningur Mannings rennur út. Nýja fyrirkomulagið kemur til með að auðvelda félaginu að halda sig innan hámarksmarkanna í launagreiðslum, sem eru 109 milljónir dollara.

Manning skrifaði undir sjö ára samning við Colts árið 2004 og á tíma sínum hefur hann verið stoð og stytta liðsins og náði vera hans hámarki í ár er hann leiddi Colts til sigurs í Super Bowl í fyrsta sinn í 23 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×