Innlent

Utanríkisráðherra hefði viljað betri skilasamninga vegna varnasvæðis

Svæðið sem bandaríski herinn hafði áður til afnota.
Svæðið sem bandaríski herinn hafði áður til afnota. MYND/Heiða

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði að lög hefðu jafnvel verið brotin á sínum tíma þegar ekki var haft samráð við Alþingi við gerð leyniviðauka með varnarsamningnum 1951. Utan dagskrárumræða fór fram á Alþingi síðdegis um leynisamninga með varnarsamningnum.

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði að hún hefði viljað sjá betri skilasamninga við Bandaríkjamenn vegna varnarsvæðisins í Keflavík. Ýmislegt hefði þó náðst svo sem að Íslendingar fengu öll mannvirki án endurgjalds. Valgerður sagði ákvæði í samningum þess efni, að komi í ljós ófyrirsjáanleg alvarleg mengun á svæðinu á næstu fjórum árum, taki löndin sameiginlega á henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×