Innlent

Enginn flokkur með þá stefnu að selja RÚV

Frá Alþingi í dag.
Frá Alþingi í dag. MYND/Egill

Þriðja umræða um Ríkisútvarpið ohf. hélt áfram nú laust eftir hádegi eftir háværar deilur um störf þingsins og fundarstjórn forseta frá því klukkan hálfellefu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra steig fyrst í pontu nú í hádeginu og ítrekaði að enginn flokkur hefði það á stefnuskrá sinni að selja Ríkisútvarpið, en sumir stjórnarandstæðinga segja hlutafélagavæðingu þess undanfara sölu.

Þá sagði Þorgerður að markmið laganna væri að nútímavæða Ríkisútvarpið og gera íslenskri dagskrárgerð hærra undir höfði. Þá ítrekaði Þorgerður að athugasemdir Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, varðandi frumvarpið sneru ekki að rekstarfyrirkomulagi og enn fremur vísaði hún því á bug að lögin brytu í bága við samkeppnislög. '

Fjórtán þingmenn eru nú á mælendaskrá og má því búast við að þingfundur standi fram á kvöld eins og undanfarna daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×