Linnulausar maraþonræður um RÚV-frumvarpið 16. janúar 2007 18:27 Alþingi er í uppnámi meðan sálfræðistríð geisar um Ríkisútvarpsfrumvarpið. Stjórnarmeirihlutinn hefur ýtt öðrum þingstörfum til hliðar svo ljúka megi síðustu umræðu um hið umdeilda mál. Stjórnarandstaðan svarar með linnulausum ræðuhöldum.Þingsalurinn er nánast galtómur meðan löngu ræðurnar eru fluttar. Mörður Árnason talaði í þrjár klukkustundir í gær og sömuleiðis Kolbrún Halldórsdóttir. Fjórir aðrir stjórnarandstöðuþingmenn hafa í gærkvöldi og í dag talað í eina til eina og hálfa klukkustund hver.Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, neitar því að þetta sé málþóf en segir að það sem fyrir þeim vaki sé að koma sjónarmiðum sínum vel og tryggilega á framfæri og að fá skýr svör við nýjum upplýsingum sem bendi til þess að samþykkt frumvarpsins geti haft afdrifarík áhrif á fjárhag Ríkisútvarpsins. Þau svör hafi ekki fengist. Mörður Árnason líkti því í morgun við hernaðarástand að öðrum þingstörfum hefði verið vikið til hliðar. Eins konar herlög hefðu verið á sett á Alþingi til að keyra Ríkisútvarpsfrumvarpið í gegn. Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, segir að því hafi verið lýst yfir þegar þingi var slitið fyrir jól að það yrði bara eitt þingmál á dagskrá, frumvarp um Ríkisútvarpið, og þessvegna sé það eina málið á dagskrá.Spurður hve lengi stjórnarandstaðan ætli að tala í málinu segir Össur að það verði gert þangað til sjónarmiðum hennar hafi verið komið vel og tryggilega á framfæri. Össur segir þetta málefnanleg átök. Það sé mjög lítil sannfæring af hálfu ríkisstjórnarliðsins. Fyrst og fremst einn ráðherra hangi á þessu máli. Um málið yrði auðvelt að ná sátt en stjórnarliðið vilji ekki einu sinni tala við stjórnarandstöðuna þó svo að hún hafi boðið upp á það.Sólveig Pétursdóttir segir stefnt að kvöld- og morgunfundum næstu daga og ekki verði hætt fyrr en umræðu sé lokið. Fyrr sé ekki hægt að fara í atkvæðagreiðslu. Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Alþingi er í uppnámi meðan sálfræðistríð geisar um Ríkisútvarpsfrumvarpið. Stjórnarmeirihlutinn hefur ýtt öðrum þingstörfum til hliðar svo ljúka megi síðustu umræðu um hið umdeilda mál. Stjórnarandstaðan svarar með linnulausum ræðuhöldum.Þingsalurinn er nánast galtómur meðan löngu ræðurnar eru fluttar. Mörður Árnason talaði í þrjár klukkustundir í gær og sömuleiðis Kolbrún Halldórsdóttir. Fjórir aðrir stjórnarandstöðuþingmenn hafa í gærkvöldi og í dag talað í eina til eina og hálfa klukkustund hver.Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, neitar því að þetta sé málþóf en segir að það sem fyrir þeim vaki sé að koma sjónarmiðum sínum vel og tryggilega á framfæri og að fá skýr svör við nýjum upplýsingum sem bendi til þess að samþykkt frumvarpsins geti haft afdrifarík áhrif á fjárhag Ríkisútvarpsins. Þau svör hafi ekki fengist. Mörður Árnason líkti því í morgun við hernaðarástand að öðrum þingstörfum hefði verið vikið til hliðar. Eins konar herlög hefðu verið á sett á Alþingi til að keyra Ríkisútvarpsfrumvarpið í gegn. Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, segir að því hafi verið lýst yfir þegar þingi var slitið fyrir jól að það yrði bara eitt þingmál á dagskrá, frumvarp um Ríkisútvarpið, og þessvegna sé það eina málið á dagskrá.Spurður hve lengi stjórnarandstaðan ætli að tala í málinu segir Össur að það verði gert þangað til sjónarmiðum hennar hafi verið komið vel og tryggilega á framfæri. Össur segir þetta málefnanleg átök. Það sé mjög lítil sannfæring af hálfu ríkisstjórnarliðsins. Fyrst og fremst einn ráðherra hangi á þessu máli. Um málið yrði auðvelt að ná sátt en stjórnarliðið vilji ekki einu sinni tala við stjórnarandstöðuna þó svo að hún hafi boðið upp á það.Sólveig Pétursdóttir segir stefnt að kvöld- og morgunfundum næstu daga og ekki verði hætt fyrr en umræðu sé lokið. Fyrr sé ekki hægt að fara í atkvæðagreiðslu.
Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira