Innlent

Löng bið í Keflavík

Farþegar sem áttu að leggja af stað til Lundúna með flugvél British Airways upp úr hádegi bíða enn á Keflavíkurflugvelli. Að sögn tveggja stúlkna sem bíða á flugvellinum voru farþegarnir komnir út í vél upp úr hádegi þegar flugmaður sagði þeim að loftþrýstingssprungur væru í framrúðu vélarinnar og bíða þyrfti varahluta. Ekki náðist í British Airways.
Farþegarnir fóru aftur út úr vélinni og hafa beðið á vellinum síðan þá.
Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir og Elva Dögg Sigurbjörnsdóttir segjast hafa fengið léttar veitingar og síðar kvöldmat í boði flugfélagsins en ekki væri fullljóst hvenær hægt væri að leggja í hann. Á síðu Keflavíkurflugvallar er áætlað að vélin fari í loftið klukkan 21:20.
Eins og fyrr segir næst ekki í starfsfólk British Airways hér á landi til að inna skýringa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×