Innlent

Höfuðkúpubrotinn eftir árás í Vesturbænum

Erilsamt var hjá lögreglu í miðbænum í nótt.
Erilsamt var hjá lögreglu í miðbænum í nótt. MYND/Haraldur Jónasson

Ungur maður liggur þungt haldinn og höfuðkúpubrotinn á gjörgæsludeild eftir að tveir menn réðust á hann í vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Mennirnir réðust á fórnarlambið að því er virðist upp úr þurru en vitni voru að árásinni sem gátu gefið greinargóða lýsingu á mönnunum. Þeirra er nú leitað.

Maðurinn var að koma úr samkvæmi og ætlaði að ganga einsamall heim þegar mennirnir veittust að honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×