Lífið

Gestir á Grand tóku feil á lögreglu- og borgarstjóra

Gestir á menninarbúllunni Grand Rokk ráku upp stór augu á föstudagskvöldið því nokkrir þeirra töldu að Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri væri mættur á svæðið í einkennisbúningi lögreglustjóra. Þar reyndist hinsvegar Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri á ferð ásamt Stefán Eiríkssyni lögreglustjóra og Jóni H.B. Snorrasyni aðstoðarlögreglustjóra.

"Þeir eru alveg skuggalega líkir og ég var einn þeirra sem taldi að Vilhjálmur borgarstjóri væri þarna á ferðinni í þessari múnderingu," segir Þorsteinn Þórsteinsson vert á Grand rokk. "Og það gekk svo langt hjá mér að seinna um helgina spurði ég borgarstarfsmann sem ég þekki hvort það gæti virkilega staðist að borgarstjórinn hefði verið þarna á ferð en svo var ekki."

Lögreglustjórarnir þrír munu ekki hafa gengið inn á Grand rokk heldur fóru þeir um Smiðjustíginn á milli Grand og Hverfisbarsins á leið sinni um margumrædda eftirlitsgöngu sína í miðbænum á föstudagskvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.