Lífið

Þroskandi að koma út úr skápnum

Grey´s Anatomy leikarinn T.R. Knight segist hafa þroskast heilmikið sem manneskja eftir að hann kom út úr skápnum fyrir tæpu ári síðan. Knight sem leikur George O´Malley lækni sagði í viðtali við Ellen DeGeneres að honum fyndist hann hafa lært mjög mikið.

Hann tilkynnti um kynhneigð sýna eftir meiðandi ummæli Isaiah Washington um gagnkynhneigð hans. Washington sem er samleikari hans í þáttunum var rekinn úr hlutverki skurðlæknis eftir frekari rógburð baksviðs á Golden Globe verðlaunahátíðinni í janúar síðastliðinn.

Hann baðst síðan opinberlega afsökunar og reyndi að bæta fyrir með því að funda með samtökum samkynhneigðra. Hann kom einnig fram í auglýsingu þar sem hann talaði fyrir umburðarlyndi fyrir samkynjneigðum. Knight sagði að það væri ekki auðvelt að koma út úr skápnum, en fólk verði velja hvaða leið það fari í lífinu og aðrir verði að virða það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.