Innlent

Vínbúðin í Vestmannaeyjum opin á laugardegi

Jón Hákon Halldórsson. skrifar
Það er nýmæli að vínbúðin skuli vera opin á laugardegi.
Það er nýmæli að vínbúðin skuli vera opin á laugardegi.

Vínbúðin í Vestmannaeyjum er opin á morgun, laugardag í fyrsta skipti um verslunarmannahelgi. Þetta er nýmæli, því hingað til hefur hún lokað á hádegi á föstudegi að tilmælum frá Vestmannaeyjarbæ.

Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að Vínbúðin hafi óskað eftir því að fá að hafa opið lengur. Á fundi bæjarstjórnar í vikunni hafi verið tekin sú ákvörðun að verða við þessari ósk, enda hafi verið færð góð rök fyrir lengri opnunartíma.

 

Elliði segir að helgin hafi farið mjög vel af stað og að hann væri stoltur af því hversu vel gengi. Allt hafi farið vel þrátt fyrir að mikið fjölmenni hafi þurft að gista í íþróttahúsinu í gær sökum veðurs. Honum sýndist að veður færi batnandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×