Þúsundir streyma á hátíðar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. ágúst 2007 18:30 Þúsundir Íslendinga streyma nú á hátíðar sem haldnar eru víða um land um helgina. Straumurinn þetta árið virðist liggja til Vestmannaeyja og Akureyrar. Umferðin hefur verið að þyngjast út úr höfuðborginni eftir því sem liðið hefur á daginn. Umferðin hefur að mestu gengið vel. Lögreglan er mikið eftirlit um helgina og verður vel fylgst með ökumönnum um allt land. Lögreglumenn munu meðal annars fylgjast með umferð úr þyrlu Landhelgisgæslunnar. Fjöldi fólks er nú þegar kominn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en fyrr í dag taldi þjóðhátíðarnefnd að fjöldi gesta á svæðinu væri um fimm þúsund. Þjóðhátíðargestir hafa frá því í gær streymt til Vestmannaeyja. Mikil ölvun var í bænum í nótt og þurfti lögreglan að hafa afskipti af þó nokkrum. Fangageymslur voru fullar í Eyjum í nótt en öllum var sleppt í morgun. Tvö fíkniefnamál komu upp í gær og í nótt. Einn var tekinn með hass þegar hann kom úr Herjólfi og annar með e-töflur inni í Herjólfsdal. Bðir voru með lítilræði af efnum á sér. Lögreglan hafði einnig hendur í hári tveggja fimmtán ára ölvaðra pilta sem stálu sendibifreið og enduðu utanvegar. Tuttugu og fimm lögreglumenn eru að störfum í bænum um helgina en sjö þeirra fást eingöngu við fíkniefnamál og hafa þeir þrjá fíkniefnahunda. Hvasst var í dalnum í gær og var bannað að tjalda þar vegna veðurs. Íþróttahús bæjarins var opnað og gistu þjóðhátíðargestir þar í nótt. Setja átti hátíðina formlega í klukkan hálf þrjú í dag en setningunni var frestað um til klukkan fjögur. Um það leiti fóru margir að tjalda Þeirsem ætla á þjóðhátíð en hafa hvorki tryggt sér flug eða pláss í Herjólfi gætu lent í vandræðum. Nær uppselt er í öll flug til og frá Eyjum um helgina en flug hefur gengið vel það sem af er degi. Hátíðar eru víðar en í Vestmanneyjum um helgina á Akureyri er Ein með öllu, á Siglufirði Síldarævintýrið, Neistaflug er á Neskaupsstað, Unglingamót UMFÍ er á Höfn í Hornafirði, Sæludagar í Vatnaskógi, Fjölskyldufjör á Úlfljótsvatni og Innipúkinn í Reykjavík svo eitthvað sé nefnt. Fyrir þá sem enn hafa ekki ákveðið hvert halda skal um helgina er gott að hafa í huga að spáð er bjartasta veðrinu á Suðurlandi en blautast verður á Norðurlandi. Vindasamt verður á öllu landinu. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Þúsundir Íslendinga streyma nú á hátíðar sem haldnar eru víða um land um helgina. Straumurinn þetta árið virðist liggja til Vestmannaeyja og Akureyrar. Umferðin hefur verið að þyngjast út úr höfuðborginni eftir því sem liðið hefur á daginn. Umferðin hefur að mestu gengið vel. Lögreglan er mikið eftirlit um helgina og verður vel fylgst með ökumönnum um allt land. Lögreglumenn munu meðal annars fylgjast með umferð úr þyrlu Landhelgisgæslunnar. Fjöldi fólks er nú þegar kominn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en fyrr í dag taldi þjóðhátíðarnefnd að fjöldi gesta á svæðinu væri um fimm þúsund. Þjóðhátíðargestir hafa frá því í gær streymt til Vestmannaeyja. Mikil ölvun var í bænum í nótt og þurfti lögreglan að hafa afskipti af þó nokkrum. Fangageymslur voru fullar í Eyjum í nótt en öllum var sleppt í morgun. Tvö fíkniefnamál komu upp í gær og í nótt. Einn var tekinn með hass þegar hann kom úr Herjólfi og annar með e-töflur inni í Herjólfsdal. Bðir voru með lítilræði af efnum á sér. Lögreglan hafði einnig hendur í hári tveggja fimmtán ára ölvaðra pilta sem stálu sendibifreið og enduðu utanvegar. Tuttugu og fimm lögreglumenn eru að störfum í bænum um helgina en sjö þeirra fást eingöngu við fíkniefnamál og hafa þeir þrjá fíkniefnahunda. Hvasst var í dalnum í gær og var bannað að tjalda þar vegna veðurs. Íþróttahús bæjarins var opnað og gistu þjóðhátíðargestir þar í nótt. Setja átti hátíðina formlega í klukkan hálf þrjú í dag en setningunni var frestað um til klukkan fjögur. Um það leiti fóru margir að tjalda Þeirsem ætla á þjóðhátíð en hafa hvorki tryggt sér flug eða pláss í Herjólfi gætu lent í vandræðum. Nær uppselt er í öll flug til og frá Eyjum um helgina en flug hefur gengið vel það sem af er degi. Hátíðar eru víðar en í Vestmanneyjum um helgina á Akureyri er Ein með öllu, á Siglufirði Síldarævintýrið, Neistaflug er á Neskaupsstað, Unglingamót UMFÍ er á Höfn í Hornafirði, Sæludagar í Vatnaskógi, Fjölskyldufjör á Úlfljótsvatni og Innipúkinn í Reykjavík svo eitthvað sé nefnt. Fyrir þá sem enn hafa ekki ákveðið hvert halda skal um helgina er gott að hafa í huga að spáð er bjartasta veðrinu á Suðurlandi en blautast verður á Norðurlandi. Vindasamt verður á öllu landinu.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira