Þúsundir streyma á hátíðar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. ágúst 2007 18:30 Þúsundir Íslendinga streyma nú á hátíðar sem haldnar eru víða um land um helgina. Straumurinn þetta árið virðist liggja til Vestmannaeyja og Akureyrar. Umferðin hefur verið að þyngjast út úr höfuðborginni eftir því sem liðið hefur á daginn. Umferðin hefur að mestu gengið vel. Lögreglan er mikið eftirlit um helgina og verður vel fylgst með ökumönnum um allt land. Lögreglumenn munu meðal annars fylgjast með umferð úr þyrlu Landhelgisgæslunnar. Fjöldi fólks er nú þegar kominn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en fyrr í dag taldi þjóðhátíðarnefnd að fjöldi gesta á svæðinu væri um fimm þúsund. Þjóðhátíðargestir hafa frá því í gær streymt til Vestmannaeyja. Mikil ölvun var í bænum í nótt og þurfti lögreglan að hafa afskipti af þó nokkrum. Fangageymslur voru fullar í Eyjum í nótt en öllum var sleppt í morgun. Tvö fíkniefnamál komu upp í gær og í nótt. Einn var tekinn með hass þegar hann kom úr Herjólfi og annar með e-töflur inni í Herjólfsdal. Bðir voru með lítilræði af efnum á sér. Lögreglan hafði einnig hendur í hári tveggja fimmtán ára ölvaðra pilta sem stálu sendibifreið og enduðu utanvegar. Tuttugu og fimm lögreglumenn eru að störfum í bænum um helgina en sjö þeirra fást eingöngu við fíkniefnamál og hafa þeir þrjá fíkniefnahunda. Hvasst var í dalnum í gær og var bannað að tjalda þar vegna veðurs. Íþróttahús bæjarins var opnað og gistu þjóðhátíðargestir þar í nótt. Setja átti hátíðina formlega í klukkan hálf þrjú í dag en setningunni var frestað um til klukkan fjögur. Um það leiti fóru margir að tjalda Þeirsem ætla á þjóðhátíð en hafa hvorki tryggt sér flug eða pláss í Herjólfi gætu lent í vandræðum. Nær uppselt er í öll flug til og frá Eyjum um helgina en flug hefur gengið vel það sem af er degi. Hátíðar eru víðar en í Vestmanneyjum um helgina á Akureyri er Ein með öllu, á Siglufirði Síldarævintýrið, Neistaflug er á Neskaupsstað, Unglingamót UMFÍ er á Höfn í Hornafirði, Sæludagar í Vatnaskógi, Fjölskyldufjör á Úlfljótsvatni og Innipúkinn í Reykjavík svo eitthvað sé nefnt. Fyrir þá sem enn hafa ekki ákveðið hvert halda skal um helgina er gott að hafa í huga að spáð er bjartasta veðrinu á Suðurlandi en blautast verður á Norðurlandi. Vindasamt verður á öllu landinu. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Þúsundir Íslendinga streyma nú á hátíðar sem haldnar eru víða um land um helgina. Straumurinn þetta árið virðist liggja til Vestmannaeyja og Akureyrar. Umferðin hefur verið að þyngjast út úr höfuðborginni eftir því sem liðið hefur á daginn. Umferðin hefur að mestu gengið vel. Lögreglan er mikið eftirlit um helgina og verður vel fylgst með ökumönnum um allt land. Lögreglumenn munu meðal annars fylgjast með umferð úr þyrlu Landhelgisgæslunnar. Fjöldi fólks er nú þegar kominn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en fyrr í dag taldi þjóðhátíðarnefnd að fjöldi gesta á svæðinu væri um fimm þúsund. Þjóðhátíðargestir hafa frá því í gær streymt til Vestmannaeyja. Mikil ölvun var í bænum í nótt og þurfti lögreglan að hafa afskipti af þó nokkrum. Fangageymslur voru fullar í Eyjum í nótt en öllum var sleppt í morgun. Tvö fíkniefnamál komu upp í gær og í nótt. Einn var tekinn með hass þegar hann kom úr Herjólfi og annar með e-töflur inni í Herjólfsdal. Bðir voru með lítilræði af efnum á sér. Lögreglan hafði einnig hendur í hári tveggja fimmtán ára ölvaðra pilta sem stálu sendibifreið og enduðu utanvegar. Tuttugu og fimm lögreglumenn eru að störfum í bænum um helgina en sjö þeirra fást eingöngu við fíkniefnamál og hafa þeir þrjá fíkniefnahunda. Hvasst var í dalnum í gær og var bannað að tjalda þar vegna veðurs. Íþróttahús bæjarins var opnað og gistu þjóðhátíðargestir þar í nótt. Setja átti hátíðina formlega í klukkan hálf þrjú í dag en setningunni var frestað um til klukkan fjögur. Um það leiti fóru margir að tjalda Þeirsem ætla á þjóðhátíð en hafa hvorki tryggt sér flug eða pláss í Herjólfi gætu lent í vandræðum. Nær uppselt er í öll flug til og frá Eyjum um helgina en flug hefur gengið vel það sem af er degi. Hátíðar eru víðar en í Vestmanneyjum um helgina á Akureyri er Ein með öllu, á Siglufirði Síldarævintýrið, Neistaflug er á Neskaupsstað, Unglingamót UMFÍ er á Höfn í Hornafirði, Sæludagar í Vatnaskógi, Fjölskyldufjör á Úlfljótsvatni og Innipúkinn í Reykjavík svo eitthvað sé nefnt. Fyrir þá sem enn hafa ekki ákveðið hvert halda skal um helgina er gott að hafa í huga að spáð er bjartasta veðrinu á Suðurlandi en blautast verður á Norðurlandi. Vindasamt verður á öllu landinu.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira