Íslenski boltinn

Óvissa með Jónas Guðna

Hinn sterki miðjumaður Keflvíkinga, Jónas Guðni Sævarsson, er meiddur í nára og gat ekki leikið með Keflvíkingum í leiknum skrautlega gegn ÍA. Jónas Guðni hefur ekkert æft í viku og það fæst ekki botn í hversu lengi hann verður frá fyrr en eftir helgi. Þá fer Jónas Guðni í myndatöku.

Það yrði svo sannarlega mikil blóðtaka fyrir Keflavík ef Jónas Guðni yrði mikið lengur frá enda hefur hann verið að leika geysilega vel á miðjunni hjá liðinu í sumar rétt eins og í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×