Innlent

Getur sótt um undanþágu hjá Heimavarnarráðuneytinu

Dagbjört Rós Halldórsdóttir var rekinn frá Bandaríkjunum fyrir tveimur mánuðum, eftir að hún var handtekinn fyrir hraðakstur. Dvalarleyfi hennar var útrunnið en erfiðleikar voru í hjónabandinu og bandarískur eiginmaður hennar hafði þá um tíma komið sér undan því að skrifa upp á umsókn hennar um græna kortið.

Eftir í Bandaríkjunum varð sautján mánaða dóttir Dagbjartar, sem dvelur nú hjá föðurömmu sinni og afa, sem neita móðurinni um umgengni við barnið. Bandaríska sendiráðið synjaði Dagbjörtu um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna en þangað þarf hún að fara til að sækja rétt sinn í forræðisdeilu. Bandaríska sendiráðið hefur nú skoðað málið upp á nýtt og sendi frá sér tilkynningu nú síðdegis um að hún geti sótt um undanþágu til að snúa til Bandaríkjanna hjá Heimavarnarráðuneytinu þar.

Hjá Bandaríska sendiráðinu fengust ennfremur þær upplýsingar í dag að dæmi væru um að slíkar undanþágur væru veittar í tilfellum sem þessum. Einnig gæti hún fengið ráðgjðf og aðstoð við að sækja um undanþáguna hjá sendiráðinu. Eftir stendur að málarekstur í Bandaríkjunum gæti orðið henni ofviða en Utanríkisráðuneytið hér tekur ekki þátt í kostnaði við hann.

Vinir Dagbjartar Rósu hafa stofnað styrktarreikning fyrir hana til að aðstoða hana í málarekstri vegna forræðisdeilunnar. Reikningsnúmerið er: 0178-05-1288 Kennitalan: 181288-3029




Fleiri fréttir

Sjá meira


×