Innlent

Hátíðarhöld í blíðskaparveðri í Reykjavík

Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í ávarpi á Austurvelli í morgun að íslenska þjóðin væri nú betur í stakk búin en áður til að takast á við áföll í efnahagslífinu og vísaði þar til tillaga Hafrannsóknarstofnunar um verulegan samdrátt í þorskveiðum á næsta ári.

Í dag eru sextíu og þrjú ár frá því Íslendingar hlutu fullt sjálfstæði frá Dönum og lýðveldi var stofnað á þingvöllum árið 1944. Hátíðarhöld hófust í Reykjavík í morgun, þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir forseti borgarstjórnar lagði blómsveig að leiði sjálfstæðishetjunnar Jóns Sigurðssonar í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu.

Hátiðardagskrá hófst svo á Austurvelli í blíðskaparveðri rétt fyrir klukkan ellefu í morgun með ávarpi Björns Inga Hrafnssonar, formanni þjóðhátíðarnefndar. Að því loknu lögðu Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson og forstætisráðherra Íslands, herra Geir H. Haarde blómsveig að styttu Jón Sigurðssonar og Karlakór Reykjavíkur söng

Að því búnu sté forsætisráðherra í pontu og ávarpaði mannfjöldann. Hann sagði íslensku þjóðina betur í stakk búna en áður til að takast á við áföll í efnahagslífinu og vísaði þar til tillagna Hafrannsóknarstofnunar um verulegan samdrátt í þorskveiðum á næsta ári.



Ræða Geirs í heild sinni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×