Innlent

Sofnaði undir stýri

Bílvelta varð skömmu fyrir klukkan sjö í morgun á hringveginum um 50 kílómetra austan við Mývatn. Ökumaður bifreiðarinnar sofnaði undir stýri með fyrrgreindum afleiðingum. Einn farþegi var í bílnum en engan sakaði.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík fór bíllinn hálfan hring og endaði á hliðinni. Ökumaður og farþegi sluppu með skrekkinn og bíllinn er lítið skemmdur.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×