Lífið

Kate Moss, Cameron Diaz og hitt ljóta fólkið ekki velkomið

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Þessi ætti ekki séns
Þessi ætti ekki séns Getty

Freknóttir, feitir, bólugrafnir, illa tenntir og rauðhærðir þurfa ekki að hafa fyrir því að sækja um aðgang að stefnumótasíðunni darwindating.com.

Ástralíumennirnir Michael Fox, James Duffy og Michael Knapp stofnuðu síðuna í gríni þegar þeir voru orðnir leiðir á öllu ljóta fólkinu á öðrum stefnumótasíðum.

 

Síðan tekur lögmál Darwins um náttúruval mjög alvarlega og veitir þeim einum aðgang sem standast ítarlegar fegurðarkröfur.

Á síðunni segir: ,,Á venjulegum stefnumótasíðum þarf fallegt fólk að fletta í gegnum fjölda ljótra einstaklinga til að finna sína líka." ,,Darwin Dating var skapað til að bæta líf fallegra einstaklinga, og hvetja þá til að finna sér aðra fallega einstaklinga til að fjölga sér með."

Hár á bakinu, freknur, stór eyru og bólur eru samkvæmt síðunni til marks um léleg gen, og þeir sem búa yfir þessum útlitseinkennum því ekki velkomnir.

Hin nýlega sköllótta Britney Spears ætti engan séns, þaðan af síður Cameron Diaz með bólurnar sínar eða Kate Moss með ljótu tennurnar. Fyrir þá sem hafa áhuga á því að sjá hvernig þeir fullkomnu einstaklingar sem eftir standa líta út geta skoðað þá á síðunni http://www.darwindating.com/






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.