Lífið

Madonna gefur út lag í tilefni af Live Earth

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Madonna berst fyrir umhverfismálum.
Madonna berst fyrir umhverfismálum. Getty

Madonna hefur gefið út nýtt lag í tilefni af Live Earth tónleikaröðinni sem fer fram í fimm heimsálfum í sumar til að vekja athygli á loftslagsmálum.

Lagið, sem heitir ,,Hey You" framleiddi hún með Pharell Williams, sem samið hefur hvern smellinn á fætur öðrum fyrir stjörnur eins og Britney Spears og Justin Timberlake.

Madonna mun flytja lagið á Wembley Stadium 7. júlí, en þar stígur hún á stokk með stjörnum eins og Red Hot Chili Peppers, Genesis og Beastie Boys á sólarhringslöngum Live Earth tónleikunum.

Lagið má nálgast ókeypis á msn.com næstu vikuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.