Lífið

Ribena bjargar brenndum hamstri

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Christmas er á batavegi
Christmas er á batavegi metro.co.uk
Hamsturinn Christmas bjargaðist á undraverðan hátt þegar hann var eldaður fyrir slysni.

Stacy Bell, eigandi hamstursins, hafði fært hann inn í eldhús þar sem hann hélt vöku fyrir fjögurra ára syni hennar. Hún lagði búrið á eldavélina, en kveikti um leið óvart á hellu með þeim afleingum að það kviknaði í búrinu.

Þegar slökkviliðsmenn bar að lá hamsturinn á bakinu með brunasár á fótum og tunguna lafandi út. ,,Við horfðum hver á annan og sögðum: Hann á ekki séns" sagði slökkviliðsmaðurinn Mark Spinks í samtali við Metro blaðið.

Þeir gáfu dýrinu samt súrefni og nokkra dropa af Ribena og nudduðu maga hans. Það kom þeim öllum á óvart þegar hann tók við sér.

Christmas er nú á batavegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.