Lífið

Ungabarn með byssuleyfi

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Móðir prófar skammbyssu á fundi NRA í Indiana.
Móðir prófar skammbyssu á fundi NRA í Indiana. Getty
Bubba Ludwig er 11 mánaða gamall. Hann getur hvorki talað né gengið, en það kemur ekki í veg fyrir að hann fái byssuleyfi í Illinois fylki í Bandaríkjunum.

Afi Bubba gaf honum byssuna með það fyrir augum að hún yrði í framtíðinni notuð í leirdúfuskytterí. Howard Ludwig, faðir hans, sótti um leyfið fyrir hönd hans, án þess að eiga endilega von á því að það yrði veitt.

Það var það þó, og á skírteininu er mynd af brosandi tannlausum Bubba. Þar kemur líka fram að Bubba sé 68.6 cm á hæð og níu kíló að þyngd.

Byssan verður að öllum líkindum í vörslu afa Bubba þangað til drengurinn nær fjórtán ára aldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.