Lífið

Eiturlyfjaglaðningur í barnaboxi

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Á hverju skildi hann vera?
Átta ára stúlka fékk sérstakan glaðning í barnaboxinu sínu þegar hún heimsótti Macdonalds veitingastað í Illinois í Bandaríkjunum - stóran köggul af maríjúana. Í boxinu voru líka pípa og kveikjari til að njóta glaðningsins.

Andrea Irelan, móðir stúlkunnar ætlaði ekki að trúa þessu í fyrstu, en samskiptin voru eitthvað á þessa leið ,,Mamma, það er kveikjari í barnaboxinu mínu", ,,Er kveikjari í barnaboxinu elskan?", ,,Já mamma, það er kveikjari í barnaboxinu", ,,Allt í lagi elskan, farðu og sýndu pabba þínum."

Lögreglan í Ottawa í Illinois sagði Brandon Scott, sautján ára starfsmann MacDonalds vera eiganda efnanna. Hann hefði óvart komið með þau í vinnuna og valið þennan óheppilega stað til að fela efnin.

Scott var sagt upp og á hann yfir höfði sér kæru fyrir neyslu og vörslu fíkniefna.

Foreldrarnir undirbúa málsókn á hendur MacDonalds.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.