Lífið

Lítur upp til McCartneys

Bob Dylan hefur mikið dálæti á söngstíl Johns Lennon og Pauls McCartney.
Bob Dylan hefur mikið dálæti á söngstíl Johns Lennon og Pauls McCartney.

Bob Dylan tjáir sig um vinskap sinn við Bítlana og dálæti sitt á Sir Paul McCartney í nýjasta tölublaði Rolling Stone. Hann segir að George Harrison hafi átt erfitt með að hafa sig í frammi með þá John Lennon og Sir Paul McCartney sér við hlið.

„George varð fastur sem Bítillinn sem þurfti að berjast fyrir því að koma lögunum sín á plöturnar vegna Lennons og McCartneys. Hver hefði ekki lent í því sama og hann?,“ sagði Dylan. „Ef George hefði verið með sína eigin hljómsveit og hefði samið sín eigin lög á þessum tíma hefði hann verið álíka vinsæll og hver annar.“

 

Bítlarnir George Harrison átti erfitt með að koma lögunum sínum á plötur Bítlanna.

Dylan hefur einnig mikið dálæti á Lennon og McCartney sem söngvurum. „Þeir voru frábærir söngvarar. Enn þann dag í dag er erfitt að finna betri söngvara en Lennon eða McCartney. Ég ber mikla virðingu fyrir McCartney. Hann er örugglega sá eini sem ég lít upp til. Hann getur gert allt og hann gefst aldrei upp. Hann virðist ekkert hafa fyrir hlutunum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.