Lífið

Ferðast um Afganistan

Breski leikarinn er staddur í Afganistan um þessar mundir.
Breski leikarinn er staddur í Afganistan um þessar mundir.

Leikarinn Jude Law er staddur í Afganistan til að kynna hinn árlega friðardag Sameinuðu þjóðanna hinn 21. september. Með honum í för er breski kvikmyndagerðarmaðurinn Jeremy Gilley sem er að búa til heimildarmynd um heimsóknina. Hafa þeir ferðast um austurhluta landsins þar sem þeir hafa lagt áherslu á að ræða við venjulegt fólk.



Jude Law telur það skipta miklu máli að fá skilaboð um frið frá Afganistan. „Væru það ekki yndisleg skilaboð um frið til heimsbyggðarinnar ef þau kæmu frá svona stríðshrjáðri þjóð eins og Afganistan?“ sagði Law.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.