Innlent

Hagrænir þættir ráði ekki eingöngu



Karl Matthíason, varaformaður sjávarútvegsnefndar segir ekki ganga að hagrænir þættir ráði ávallt ákvarðanatöku í sjávarútvegi. Horfa þurfi á mannlegra þætti og byggðasjónarmið. Hann fagnar opinni gagrnýnni umræðu um fræðilegt starf Hafrannsóknarstofnunar og kvótakerfið og telur hana nauðsynlega í ljósi bágrar stöðu fiskistofnanna.

Stjórnarþingmenn og ráðherrar hafa langtífrá talað einni röddu í viðhorfi til veiðiráðgjafar Hafró og kvótakerfisins. Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis og fyrrverandi samgönguráðherra gagrnýndi kvótakerfið harðlega fyrir viku og það sama gerði Einar Oddur Kristjánsson, samflokksmaður hans og uppskar bágt fyrir frá Árna Mathiesen, fjármálaráðherra sem sakaði Einar Odd um að hafa skaðað kvótakerfið. Einari Oddi fannst ráðherran missa sig og kallaði eftir yfirvegaðri umræðu. Einar hefur viljað setja það starf sem Hafró vinnur inn í Háskólana. Í sama anda vill Össur Skarpéðinsson að stjórn Hafró verði flutt undan sjávarútvegsráðuneyti og sagði að stjórnmálamenn hefðu búið til sovéskt kerfi í kringum stofnunina þar sem þöggun væri beitt gegn andófsrörrum. Einar Oddur talaði um fasíska tilburði Hafró.

Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður sjávarútvegsnefndar undraðist þetta útspil Össurar í samtali við Stöð 2 í gær og lýsti sig andvíga þeirri hugmynd að færa stjórn Hafró frá sjávarútvegsráðuneyti. Karl V. Matthíasson, varaformaður nefndarinnar fagnar afur á móti þessi innleggi Össurar og telur að breið umræða sé nauðsynleg til þess að menn nái þjóðarsátt um þennan málaflokk. Karl telur nauðsynlegt að taka tillögur Hafró um aflamark alvarlega en þegar komi því að deila út aflanum megi ekki eingöngu horfa til hagrænna þátta. Það verði að skoða mannlega þáttinn og stöðu byggðanna einnig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×