Lífið

Peta dæmdur í skilorðsbundið fangelsi

MYND/Getty
Pete Doherty var í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Honum var einnig gert að hitta skilorðsfulltrúa næstu átján mánuðina og halda sig frá eiturlyfjum næstu tólf mánuði. Þá var hann dæmdur til að greiða sekt fyrir að keyra án tryggingar.

Doherty var stöðvaður á bláum jagúarbíl sínum í Kensington í vestur-London í maí með flestar fáanlegar tegundir lyfja í blóðinu, bílnum og innanklæða. Í kjölfarið gekkst hann við því að hafa haft undir höndum krakk, heróín, ketamín og kannabisefni auk þess að hafa framið hin ýmsu umferðarlagabrot.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.