Lífið

Britney missti af fyrsta heimsóknartímanum

Britney Spears missti af fyrsta heimsóknartímanum með börnum sínum eftir að hún var svipt forræði í síðustu viku. Hún kennir dyrasímanum sínum um.

Heimsóknartíminn átti að eiga sér stað í gærmorgun. Kvöldið áður hafði Britney skráð sig inn á Beverly Wilshire hótelið í Hollywood. Þegar hún vaknaði morgunin eftir ákvað Britney að ekki væri ráðlegt að fyrsti heimsóknatími hennar með börnum sínum, þeim Preston og Jayden James, færi fram á hóteli.

Hún dreif sig því heim í snatri ásamt frænku sinni og aðstoðarkonu, Alli Sims. Þegar heim var komið lögðu frænkurnar sig en drifu sig svo á fætur í tæka tíð fyrir heimsóknina sem var áætluð klukkan 10.

En skömmu eftir klukkan 10 hringdu aðstoðarmenn Kevin Federline í Britney og sögðu að ekkert yrði að heimsókninni. Þá höfðu þeir hringt dyrabjöllunni í um tuttugu mínútur án þess að fá svar. Þeir ákváðu því að halda á brott með börnin.

Britney grátbað þá um að snúa við, en án árangurs.

Talið er ljóst að Kevin Federline muni notfæra sér þetta í baráttu sinni fyrir því að halda fullu forræði yfir börnunum sem hann á með Britney Spears.

Embættismaður frá félagsmálayfirvöldum var með í för þegar Federline og hans fólk fóru með börnin til Britney og fengu ekkert svar og hann mun gefa skýrslu um málið til dómara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.